Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég keypti mér nokkuð merkilegt um síðustu helgi. Nefnilega hjólaskauta. Nei, börnin góð, það eru ekki línuskautar, heldur gamaldags rúlluskautar! Þeir líta út alveg eins og venjulegir ísskautar, hvítir og nettir, og passa fullkomlega á mig. Og ég borgaði ekki nema 100 krónur fyrir þá. Nei, ég gleymdi ekki einu núlli, þeir kostuðu mig hundrað krónur! Ég var nefnilega í Kolaportinu á laugardaginn var! Það er margt hægt að finna þar, skal ég ykkur segja. Ég ákvað að slá til og fara á þeim út í búð áðan. Og ég get sagt ykkur það, að rúlluskautar eru ekki ferðamáti, frekar tæki til að tjá skapandi hug sinn í listdansi eða bara vera kúl á sléttum fleti. Þið sem þekkið mig vel vitið kannski að ég er frekar góð á skautum og línuskautum, en ég leit út eins og belja á svelli þarna. Já, margt er nú skrýtið í kýrhausnum, börnin góð!


skrifað af Runa Vala kl: 21:07

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala